
Tími James Rodriguez hjá Club León að ljúka. Mexíkóska félagið hyggst ekki framlengja samning Kólumbíumannsins eftir tímabilið 2025.
León, sem hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Ignacio Ambriz og situr í 17. sæti deildarinnar, hefur gengið illa innan vallar og er ofan á það fjárhagsvanda. Báðir aðilar eru sagðir sammála um að leiðir skilji.
James, sem er 34 ára, gekk til liðs við León í janúar 2025 með þá von í brjósti um að spila á HM félagsliða, en hún fór út um þúfur eftir að félagið var bannað frá keppni vegna eignarhaldsbrota. Hann skoraði þrjú mörk í tólf deildarleikjum á þessu tímabili og fimm í 32 leikjum alls.
Ferill James spannar nú tólf félög, þar á meðal Porto, Monaco, Real Madrid, Bayern München og Everton. Hann varð heimsfrægur á HM 2014, þegar hann vann bæði Gullskóinn og Puskas-verðlaunin fyrir stórkostlegt mark gegn Úrúgvæ.
Þrátt fyrir erfiðan tíma í Mexíkó nýtur hann enn virðingar í knattspyrnuheiminum. Talið er að tvö lið í Mexíkó hafi sýnt honum áhuga og möguleiki sé á tilboðum frá MLS deildinni vestan hafs á nýju ári.
James er sagður vilja halda sér virkum með HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, í huga.