
Málið þykir allt hið undarlegasta því Wilson segist hafa farið heim til fyrrverandi kærustu sinnar með blóm í þeim tilgangi að koma henni á óvart – og væntanlega vinna hjarta hennar aftur. Hún var aftur á móti ekki heima þegar hann kom og brá hann því á það ráð að bíða eftir henni á heimili hennar.
Þegar hann varð var við mannaferðir fyrir utan fór hann inn í skáp dóttur hennar og faldi sig þar.
Fyrrverandi kærastan segir að hún og elskhugi hennar hafi ætlað í sturtu saman og á meðan hún beið eftir hann kæmi í sturtuna heyrði hún skothvelli. Þegar lögreglu bar að garði mætti henni blóðugur vettvangur og lík hins 35 ára gamla Noel Denzel Miller sem hafði verið skotinn nokkrum sinnum.
Wilson var handtekinn síðar þennan sama dag og er hann vistaður í fangaklefa. Óvíst er hvort og þá hvaða samskipti þeir Wilson og Miller höfðu áður en harmleikurinn átti sér stað.