
Birnir Snær Ingason er við það að ganga í raðir Stjörnunnar, eftir því sem fram kemur á svæði hlaðvarpsins Dr. Football á samfélagsmiðlinum X.
Birnir gekk í raðir KA um mitt sumar frá Svíþjóð og gerði stuttan samning út nýafstaðið tímabil.
Hefur hann verið orðaður við Stjörnuna, sem og áframhaldandi veru fyrir norðan, en nú virðist það ætla verða svo að það fyrrnefnda verði niðurstaðan.
Birnir, sem er 28 ára gamall, gerði áður frábæra hluti með Víkingi áður en hann hélt út í atvinnumennsku til Svíþjóðar.
Birnir Snær Ingason í Stjörnuna er done!
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 28, 2025