fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Fókus
Miðvikudaginn 29. október 2025 06:30

Danny Masterson og Bijou Philipps árið 2016. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginkona leikarans Danny Masterson hefur sóst eftir því að breyta nafni 11 ára dóttur þeirra. Masterson, sem er einna best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum That 70’s Show, afplánar nú 30 ára fangelsisdóm fyrir að nauðga tveimur konum.

People greinir frá því að Bijou Philips, fyrrverandi eiginkona leikarans, hafi lagt fram beiðni hjá dómstólum um að nafni dóttur þeirra verði breytt úr Fianna Francis Masterson í Fianna Francis Phillips.

Hjónin voru gift í 12 ár og stóð Philips þétt við bak eiginmanns síns á meðan nauðgunarmálin voru fyrir dómi. Hún sótti aftur á móti um skilnað eftir að hann var sakfelldur árið 2023.

Nauðganirnar sem hann var dæmdur fyrir áttu sér stað árin 2001 og 2003, en Masterson hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og bíður áfrýjun hans nú meðferðar.

Bijou er með fullt forræði yfir dóttur þeirra en Masterson hefur farið fram á að hún fái að heimsækja hann reglulega í fangelsið þar sem hann afplánar dóm sinn. Bijou er í dag í sambúð með viðskiptamanninum Jamie Mazur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu