

Maðurinn sem lést af völdum skotsárs á föstudaginn, í uppsveitum Árnessýslu, hét Óðinn Másson. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi. Óðinn var 52 ára gamall og búsettur í Mosfellsbæ.
Rannsókn lögreglu á hvað gerðist miðast vel en frekari upplýsingar verða ekki gefnar, samkvæmt tilkynningu.
Lögreglan greindi frá því í gær að maður hefði verið úrskurðaður látinn á vettvangi í Árnessýslu eftir voðaskot úr haglabyssu. Lögregla, sjúkraflutningabílar, læknir, björgunarsveitir og þyrla voru kölluð út vegna málsins en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.