fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

433
Fimmtudaginn 23. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, segir að Halldór Árnason fyrrum þjálfari Breiðabliks hafi farið með frétt til Sæbjörns Steinke, fréttaritara Fótbolta.net. Skömmu eftir að hann var rekinn úr starfi.

Halldóri var sagt upp störfum á mánudag eftir tvö ár í starfi þar sem hann gerði Blika meðal annars að Íslandsmeisturum á síðasta ári.

Hjörvar segir að það hefði verið hægt að lesa þetta um leið og Halldór hafi verið rekinn, þetta hafi verið stefið hjá þjálfurum Breiðabliks síðustu ár.

Sæbjörn Steinke er einn öflugasti íþróttablaðamaður landsins og Hjörvar segir að það hafi verið lesið að Halldór færi þá leið, vildi hann meina að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði oft notað Sæbjörn til að koma sínu á framfæri.

„Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook. Dóri hefur farið í Steinke, Óskar talaði alltaf við Steinke, ég hugsaði með mér að það kæmi frétt í dag úr þeim anga,“ sagði Hjörvar í nýjasta þætti sínum.

Fréttin sem var skrifuð var að Alfreð Finnbogason, yfirmaður knattspyrnumála í Smáranum hefði haldið fund án Halldórs þar sem kynntar voru mögulega breytingar á stefnu félagsins. Ekkert var niðurnelgt á þeim fundi heldur aðeins verið að kynna staðreyndir og þá möguleika sem væru í boði. Fréttina má lesa hérna.

„Ég refreshaði bara, það var frétt um að Alfreð hefði fundað með yngri flokka þjálfurum. Ég beið eftir þessari frétt,“ sagði Hjörvar um málið.

Hann segist hafa séð það fyrir að Halldór myndi leka út frétt til Steinke. „Ég var búin að sjá þetta,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk