Fyrrum leikmaður Bayern München, Dietmar Hamann, hefur hvatt félagið til að bjóða ekki Harry Kane nýjan samning, þrátt fyrir að enski landsliðsfyrirliðinn sé í frábæru formi og hafi þegar skorað 19 mörk á tímabilinu.
Kane, sem er 32 ára, hefur blómstrað síðan hann gekk til liðs við þýska stórveldið sumarið 2023 og hefur nú skorað 19 mörk í 11 leikjum. Hann vann loks sinn fyrsta bikar á ferlinum þegar hann tryggði sér bæði Þýskalandsmeistaratitilinn og þýska ofurbikarinn á síðustu mánuðum.
Framherjinn hefur lýst því yfir að hann sé ánægður í München og myndi jafnvel íhuga að framlengja samning sinn, sem rennur út árið 2027. En Hamann, sem lék 143 leiki fyrir Bayern, segir að það væri röng ákvörðun af hálfu félagsins.
„Það væri brjálæði,“ sagði Hamann við The Sun.
„Hann verður 34 ára þegar samningurinn rennur út. Það er galið að framlengja samning sem hefur enn 20 mánuði eftir.“
Hamann efaðist einnig um hversu miklu Kane bæti Bayern gegn bestu liðunum: „Á Evrópumótinu vann England leiki þegar Kane fór af velli. Það á eftir að koma í ljós hvort hann geti skorað gegn toppliðum eins og Paris Saint-Germain eða Arsenal.“