fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Pressan
Mánudaginn 20. október 2025 16:30

Frá Los Cristanos á Tenerife. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla á Tenerife segist hafa leyst upp skipulagðan afbrotahóp sem hefur herjað á heimamenn og túrista á Adeje ströndinni og Los Cristanos. Hópurinn hefur stolið úr verslunum og brotist inn í hótelíbúðir. Hefur hópurinn margítrekað beint spjótum sínum að tilteknum fyrirtækjum og vinsælum ferðamannasvæðum og valdið miklu uppnámi.

Lögregla segir handtökurnar vera afrakstur þriggja mánaða rannsóknarvinnu, en mennirnir, sem eru taldir vera þrír af sex höfuðpaurum glæpahópsins, hafa verið undir stöðugu, leynilegu eftirliti. Sérfræðingar lögreglu þvert á deildir hafa unnið saman að því að rekja slóð hinna grunuðu og bera kennsl á þá.

Mennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tímabundið gæsluvarðhald. Samtals hafa sex verið handteknir vegna rannsóknarinnar og þar af sitja fimm í haldi lögreglu núna. Segir lögregla að handtökurnar séu þungt högg á þá glæpaöldu sem hefur vakið ugg í brjósti hjá fyrirtækjaeigendum og ferðamönnum á suðurhluta Tenerife-eyjarinnar.

Canarian Weekly greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum