fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp segir að hann hafi ekki lokað dyrunum á endurkomu til Liverpool í framtíðinni, þó hann hafi engar áætlanir um það sem stendur.

Klopp yfirgaf Liverpool þarsíðasta sumar eftir níu ár í starfi og sagði þá að hann væri hreinlega búinn á því og hygðist taka sér hlé frá þjálfun. Þjóðverjinn er í dag í starfi á bak við tjöldin hjá Red Bull.

Eftir hans brotthvarf tók Arne Slot við liðinu og stýrði Liverpool að Englandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Á þessari leiktíð hefur gengið verið verra og liðið tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Síðasta tapið kom á heimavelli gegn Manchester United í gær.

Í samtali við Diary of a CEO hlaðvarpið sagði Klopp að hann gæti fræðilega séð snúið aftur ef Liverpool hefði áhuga, en bætti við að það væri ekkert sem benti til þess í bráð.

„Ég sagði að ég myndi aldrei þjálfa annað lið á Englandi. Það þýðir að Liverpool sé eini möguleikinn, en ég veit ekki hvað þyrfti til þess,“ sagði Klopp.

„Ég sakna þess ekki að þjálfa. Ég sakna ekki að standa í rigningunni í þrjá tíma eða mæta á fréttamannafundi þrisvar í viku. Ég elska það sem ég er að gera núna.“

Klopp bætti við að hann saknaði helst leikmanna sinna.

„Ég sakna þess að sitja með þeim og spjalla, hlæja saman. Ég get enn heyrt hlátur Virgil van Dijk,“ sagði hann léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda