fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 10:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku hefur greint frá því að hann og bróðir hans, Jordan, hafi verið beittir fjárkúgun af fólki sem neitar að afhenda lík föður þeirra svo hægt sé að halda útför hans í Belgíu.

Samkvæmt Lukaku munu bræðurnir því ekki geta lagt föður sinn til hinstu hvílu, eins og þeir höfðu vonast til.

Faðir þeirra, Roger Lukaku, fyrrverandi leikmaður landsliðs Zaire nú Lýðveldisins Kongó sem lauk ferli sínum í Belgíu, lést 58 ára að aldri í síðasta mánuði.

Í hjartnæmri yfirlýsingu sem Romelu birti á Instagram sagði hann: „Eins og margir vita áttum við að halda jarðarför föður okkar á föstudaginn, en vegna ákveðinna ákvarðana sem teknar voru í Kinshasa, höfuðborg Kongó, mun útförin fara fram þar,“ segir Lukaku.

Lukaku og pabbi hans fyrir mörgum árum.

„Faðir okkar lést 28. september og við bræður reyndum allt til að koma lík hans aftur til Evrópu, en við upplifðum að fólk væri að reyna að kúga okkur fjárhagslega.“

„Ef faðir okkar væri hér í dag myndi hann aldrei samþykkja þetta. Það brýtur hjörtu okkar að geta ekki lagt hann til hinstu hvílu, en sumir vildu einfaldlega ekki leyfa það.“

Lukaku bætti við: „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki. Guð blessi sál þína.“

Knattspyrnufélagið Anderlecht heiðraði minningu Roger Lukaku nýlega með mynd af honum á skjá fyrir leik gegn Standard Liège.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Í gær

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann