fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Pressan

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Pressan
Föstudaginn 10. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kentucky í Bandaríkjunum handtók í vikunni karlmann sem setti upp hrollvekjandi hrekkjavökuskreytingu við heimili sitt. Þó að hrekkjavökuskreytingar eigi í eðli sínu að vera óhugnanlegur þótti maðurinn ganga helst til of langt með gjörningi sínum.

Maðurinn, Stephan Marcum, er 58 ára en í hrekkjavökuskreytingunum mátti meðal annars finna líkbrúður sem áttu að tákna ýmsa embættismenn í bænum Stanton þar sem hann er búsettur.

Alls var um að ræða fimm líkbrúður og var hver og ein með sína merkingu, til dæmis var ein merkt með nafninu „bæjarstjóri“, önnur með nafninu „skipulagsstjóri“ og enn önnur var merkt nafninu „héraðsdómari“.

Yfirvöld telja að uppsetningin hafi þótt ógnandi og undirtónn hennar hreinlega glæpsamlegur.

Í umfjöllun NBC News er þess getið að Marcum hafi um nokkurt skeið átt í deilum við bæjaryfirvöld þar sem hann uppfyllti ekki reglur um tengingu við vatnsveitu, fráveitu og rafmagn.

Eddie Barnes, yfirdómari í Powell-sýslu, segir við NBC News að hann hafi þekkt Marcum í yfir 35 ár og hann telji að hann sé ekki hættulegur. Honum gæti þó verið betur borgið annars staðar en á eigin heimili þar sem hreinlætisaðstæður eru óviðunandi.

Segir Barnes að íbúar í nágrenninu hafi kvartað undan því að Marcum hafi notað fötu í stað salernis og síðan tæmt hana utan dyra. „Það er hvorki gott fyrir nágrannana né hans eigin heilsu. Reglur um þetta eru til af ástæðu,“ segir hann.

Marcum átti að koma fyrir dóm á þriðjudag, en málinu var frestað þar sem dómari þurfti að segja sig frá því. Dómarinn sem um ræðir er nefnilega sá sem birtist á einni af skreytingunum umdeildu og er hann því vanhæfur til að fjalla um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kokkur afhjúpar leyndarmálið – Svona skerðu lauk án þess að gráta

Kokkur afhjúpar leyndarmálið – Svona skerðu lauk án þess að gráta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðlögð gildi B12-vítamíns kannski ekki eins ráðlögð og áður var haldið

Ráðlögð gildi B12-vítamíns kannski ekki eins ráðlögð og áður var haldið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða

Óttast að raðmorðingi gangi laus í Houston – Lögregla hvetur til stillingar og íbúar grípa til eigin ráða