fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Dómari skipaður af Ronald Reagan urðar yfir Trump í lögfræðiáliti sem allir eru að tala um

Pressan
Laugardaginn 4. október 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðiálit er orð sem kveikir ekki eldheitan áhuga hjá mörgum. Það sama á við um Bandaríkjamenn. Helstu eru það lögfróðir sem hafa gagn og gaman af slíku. Stundum koma þó álit sem vekja meiri athygli en ella. Það á við um álit dómarans Williams Young í Massachusetts. Sá er hokinn reynslu eftir tæplega hálfrar aldar feril en nú hefur hann kvittað undir lögfræðiálit sem: Dómari Bandaríkjanna, sem enginn dómari hefur gert síðan á dögum borgarastyrjaldarinnar þar í landi.

CNN fjallar um álitið.

Annað eins ekki sést í langan tíma

Álitið sem birtist á þriðjudaginn er svo langt að það minnir helst á bók. Þar komst Young að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Trump geti ekki neitað fólki um þau réttindi sem tryggð eru í fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar bara því þeir eru ekki ríkisborgarar. Vísaði þá Young einkum til tjáningarfrelsis sem á undir högg að sækja meðal annars þar sem stjórnvöld hafa brugðist harkalega við þegar útlendingar, sem ekki hafa bandarískan ríkisborgararétt, hafa nýtt tjáningarfrelsið sitt til mótmæla.

Young fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og beitingu Donald Trumps á forsetavaldinu.

„Ég held ég hafi ekki séð álit sem þetta frá Héraðsdómi í langan tíma,“ segir Jeremy Fogel, fyrrum alríkisdómari, í samtali við CNN.

Young fer óhefðbundnar leiðir í áliti sínu, sem er 161 blaðsíða á lengd. Þar má finna söguskýringu, persónulegar hugleiðingar og fleira sem vanalega er ekki að finna í slíku áliti. Sérfræðingar segja þetta til marks um tíðarandann í Bandaríkjunum og aðför ríkisstjórnarinnar að skipulagi réttarríkisins.

Svarar hótunarbréfi

Efst í álitinu birtir Young nafnlaust hótunarbréf sem hann fékk sent í sumar. Hann nýtir svo tækifærið og svarar hótuninni. Bréfið er handskrifað og þar segir einfaldlega: „Trump er með náðanir og skriðdreka… hvað hefur þú?“

Young svarar: „Kæri herra eða frú nafnlaus. Einn og sér hef ég ekkert annað en skyldurækni mína. Saman, við fólkið í Bandaríkjunum – þú og ég – höfum við mögnuðu stjórnarskránna. Svona gengur þetta fyrir sig í tilteknu máli“.

Eftir fylgið álitið sjálft en í lokin víkur Young aftur máli sínu að bréfaritara og býður honum í heimsókn í dómshúsið í Boston. „Ég vona að þér hafi þótt þetta gagnlegt. Takk fyrir að skrifa. Það sýnir að þér stendur ekki á sama. Þér ætti ekki að gera það.“

Fogel tekur fram að Young hafi áður gagnrýnt ríkisstjórn Trump enda sé hann prinsipmaður sem tekur hlutverki sínu sem dómari alvarlega.

Segja dómarann kynda undir hatri

Sumum þykir Young þó hafa gengið of langt.

Talsmaður heimavarnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu til CNN að Young sé að kynda undir hatri.

„Tæpri viku eftir hryðjuverkaárás á ICE-húsnæði í Dallas er huglaus dómari að sverta og djöfulgera alríkislögregluna. Alríkislögreglumenn okkar standa frammi fyrir 1000 prósenta aukningu árása gegn þeim, fordæmalausri birtingu persónuupplýsinga um starfsmenn og fjölskyldur þeirra á netinu og á sama tíma eru þeir eltir og grýttir með steinum og Molotov-kokteilum.“

Óvenjulegir tímar

Young viðurkennir sjálfur að álit hans sé óvenjulegt en óvenjulegir tímar kalli á óvenjuleg viðbrögð.

„Á gullöld lýðveldis okkar gæti þessu áliti hafa lokið hér,“ skrifar hann þegar hann er hálfnaður með harða gagnrýni sína á ríkisstjórnina. „Enda sanna staðreyndirnar að forsetinn sjálfur samþykkir virkilega hneysklanlega bælingu á tjáningarfrelsi sem gengur í berhögg við stjórnarskrána.“

Young bætir þó við síðar að hann telji að álitið muni engu breyta. Þingið sé upptekið af öðrum og dómsmálaráðuneytið starfi eftir vilja forsetans. Ekki telur Young heldur að það verði mikið um marktæka opinbera andstöðu við aðgerðir valdhafa. Það sé þó undir dómurum komið að beita tjáningarfrelsinu áfram í samræmi við stjórnarskrána og verja það frá ríkisstjórn sem vill kæfa það.

Young var skipaður dómari af Ronald Reagan og þykir því almennt vera íhaldsmaður af gamla skólanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum