Arsenal hefur gríðarlegan áhuga á Kenan Yildiz, leikmanni Juventus, ef marka má fréttir frá Ítalíu.
Yildiz er aðeins tvítugur en hefur farið frábærlega af stað með Juventus á leiktíðinni, er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins fimm leikjum.
Hefur þetta vakið áhuga Arsenal á Tyrkjanum unga og er enska stórlðið sagt undirbúa rúmlega 50 milljóna punda tilboð, auk þess að senda Leandro Trossard í hina áttina.
Juventus metur leikmanninn þó mjög mikils og er líklegt að félagið vilji yfir 80 milljónir punda fyrir hann.
Enn fremur vill ítalska félagið halda Yildiz hjá sér í nokkur ár til viðbótar og er það sagt undirbúa nýtt og betra samningstilboð fyrir hann, en núgildandi samningur rennur ekki út fyrr en eftir tæp fjögur ár.