Erling Braut Haaland er í kapphlaupi við tímann að ná leik Manchester City gegn Burnley um helgina.
Norski framherjinn skoraði en fór svo meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal um síðustu helgi.
Það er ljóst að Haaland verður ekki með City gegn Huddersfield í kvöld en reynir hann að ná leiknum við Burnley á laugardag.
„Vonandi getur hann spilað um helgina. Þetta hefur verið erfið vika. Ég held og vona að hann verði klár um helgina,“ segir Pep Guardiola, stjóri City, um stöðuna á Haaland.