fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Furðar sig á að Gummi Ben hafi verið látinn fara

433
Sunnudaginn 21. september 2025 19:30

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson var að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón lék um þrjú skeið á ferlinum með Breiðabliki. Var hann hjá liðinu þegar Ólafur Kristjánsson yfirgaf þjálfarastólinn og fór til Danmerkur sumarið 2014. Tók Guðmundur Benediktsson við í hans stað, en hann hafði verið aðstoðarþjálfari. Kunni hann afar vel við hann.

„Það var alveg tími þarna með Óla þar sem ég er ekki inni í myndinni. Gummi tekur svo við og það fyrsta sem hann gerir er að setja mig inn í liðið. Við enduðum vel og það var tilfinningin í hópnum að við yrðum að berjast um titilinn ef þetta myndi halda áfram. Það kom því mjög á óvart þegar Gummi Ben og Willum voru látnir fara,“ sagði Guðjón, en Willum Þór Þórsson var aðstoðarmaður hans.

Arnar Grétarsson tók við fyrir tímabilið 2015.

„Addi tók við og það var mjög margt sem mér fannst hann gera vel. En frá fyrsta degi fann ég að honum fannst ég ekki passa inn í hans leikstíl eða hugmyndafræði. Ég tók þá ákvörðun mjög fljótt að ég myndi reyna að sanna annað fyrir honum.

Rétt fyrir mót spila ég einn æfingaleik og skora. Svo í fyrsta leik í móti var allt í rugli. Hann setti mig inn á en mér leið eins og hann vildi ekki að ég kæmi inn á. En þá skoraði ég jöfnunarmarkið. Svo gekk frábærlega þetta tímabil hjá mér og liðinu.“

Guðjón erfir það alls ekki við Arnar að hafa ekki haft trú á að geta nýtt krafta hans til að byrja með.

„Ég kann mjög vel við Adda. Ég hef alltaf getað aðskilið það ef einhver hefur skoðun á mér sem fótboltamanni á móti einhverri skoðun á mér persónulega í lífinu.“

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga