fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

433
Sunnudaginn 21. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Skúli Jónsson, hlaðvarpsstjarna með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is á föstudag. Þar var farið vel yfir lokasprettinn í Bestu deild karla.

Það vakti athygli á dögunum þegar Magnús Orri Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði að það yrði ekki það versta að falla úr efstu deild, en Vesturbæingar eru í mikilli fallbaráttu. Þessi ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg.

„Þessi staða er svo skrýtin að þú færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti,“ sagði Jóhann hins vegar í þættinum.

Hann telur jafnframt að þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sé að horfa mun stærra á hlutina en svo að ná árangri með meistaraflokk karla á þessum tímapunkti.

„Ótrúlegt en satt er gengi meistaraflokks karla það síðasta í hausnum á Óskari Hrafni. Hann er að hugsa þetta á miklu stærri skala, KR sem félag, hann er búinn að taka svakalega til í yngri flokkunum, ég er með krakkana þarna og maður sér að það er búið að koma strúktúr á það.

Ég held að þeir hafi hugsað að þetta tímabil færi bara eins og það færi en áttuðu sig ekki á að þeir yrðu endilega í þessari stöðu. Það er svolítið það sem þeir eru að vakna við núna.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu