fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil samkeppni um stöðu markvarðar hjá íslenska karlalandsliðinu, en Hákon Rafn Valdimarsson og Elías Rafn Ólafsson spila í stórum liðum.

Hákon hefur verið aðalmarkvörður í undanförnum landsliðsverkefnum en er hann hins vegar kostur númer tvö hjá liði sínu, úrvalsdeildarliðinu Brentford. Hann stóð þó milli stanganna og stóð sig frábærlega í 0-2 sigri á Bournemouth í enska deildarbikarnum í gær.

Hákon Rafn Valdimarsson. Mynd: DV/KSJ

Elías er þá orðinn aðalmarkvörður danska liðsins Midtjylland á nýjan leik. Um er að ræða lið sem verður í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

„Þetta er eiginlega góður hausverkur. Það væri frábært ef þeir væru báðir að spila og báðir fastamenn. Staðan fyrir svona mánuði var sú að þeir voru hvorugir að spila en nú eru þeir báðir komnir í blússandi form, sérstaklega Elías og Hákon átti stórleik í gær,“ segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari um markmannsmálin.

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

„Ég ætla ekki að væla yfir því að þurfa að velja milli tveggja frábærra markmanna. Það er bara gott fyrir okkur.“

Ísland mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjum undankeppni EM í næsta mánuði. Þess má geta að Anton Ari Einarsson hjá Breiðabliki er þriðji markvörðurinn í hópnum.

Ítarlegt viðtal við Arnar um nýjasta landsliðshópinn og komandi leiki er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Í gær

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
Hide picture