fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, það er stutta svarið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands um það hvort einhver leikmaður væri ekki í hópnum vegna meiðsla sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026.

Jóhann Berg Guðmundsson er þó ekki í hópnum eftir að hafa glímt við meiðsli. „Mér skilst að hann sé byrjaður að æfa en þessi gluggi kemur aðeins of snemma fyrir hann, við töluðum saman fyrir 2-3 vikum og vorum sammála um að þessi gluggi væri aðeins of snemma.“

Meira:
Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Arnar var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er ekki í hópnum og hefur aldrei verið valinn eftir að Arnar tók við.

„Hann er búinn að standa sig vel í sumar, hann var ekki valinn í þetta skiptið. Það var mjög erfitt að velja þennan hóp, það eru gríðarlega margir að spila margar mínútur og spila vel. Þetta var erfitt að velja þetta, Gylfi þarf að bíta í það súra epli að vera ekki valinn.“

Arnar segir það hafa verið hausverk að velja hópinn og nefndi að það hefði verið erfitt að velja ekki Brynjólf Willumsson sem hefur raðað inn mörkum í Hollandi undanfarið.

„Ég var mjög lengi að velja þenann hóp, það eru margir framherjar að gera mjög góða hluti. Orri er að koma til baka sem var ekki í síðasta hóp, það má lengi áfram telja. Þú ert 95 prósent klár og lætur svo leiki helgarinnar líða, þú tekur svo lokaákvörðun og ert sáttur með hópinn.“

Andri Lucas Guðjohnsen er í hópnum án þess að hafa spilað neitt fyrir félagslið sitt undanfarið og sömu sögu má segja um Sverri Inga Ingason varnarmann Panathinaikos.

„Andri Lucas er super fit gaur, við höfum fylgst með tölunum hans og vitum allt um líkamlegt ástand hans. Það eru tveir leikmenn sem hafa ekki spilað mínútu, Andri Lucas og Sverrir Ingi. Þeir fá smá meiri afslátt því þeir eru lykilmenn í okkar hópi, ég tel okkur getað notað þá báða mjög vel í þessum glugga.“

Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson eru valdir í hópinn í fyrsta sinn eftir að hafa gert vel fyrir sín félagslið.

„Ég held að þetta komi ekki á óvart hjá þeim sem fylgdust með mér hjá Víkingi, þeir spila fyrir Lech Poznan og Malmö. Það er hostile umhverfi að spila á þessum völlum, hver veit hvar levelið þeirra endar. Þeir eiga skilið að fá þetta tækifæri, koma með ferskleika inn í hópinn og miðað við hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum þá henta þeir vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær