fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup BlueCo á miðjumanninum Julio Enciso virðast vera í hættu, eftir að fréttir bárust um að hann hafi fallið á læknisskoðun.

Enciso, 21 árs leikmaður Brighton, átti að ganga til liðs við franska félagið Strasbourg sem er einnig í eigu BlueCo áður en hann færi að lokum til Chelsea.

Þessi félagaskipti hafa verið umdeild þar sem Chelsea virðist vera að nota systurfélag sitt til að fjármagna framtíðar kaup félagsins.

BlueCo ætlaði að borgar um 14 milljónir punda. Samkvæmt enskum fjölmiðlum gæti meiðslasaga leikmannsins sett strik í reikninginn, þó hvorki Brighton né Chelsea hafi staðfest fregnirnar opinberlega.

Enciso gekk til liðs við Brighton frá Libertad árið 2022 og hefur spilað 57 leiki fyrir aðalliðið, skorað fimm mörk og lagt upp sex. Þrátt fyrir það hefur hann glímt við síendurtekin meiðsli.

Sú staðreynd gæti hafa valdið varfærni hjá BlueCo, og samkvæmt heimildum standa viðræður enn yfir um hvort hægt verði að klára félagaskiptin.

Enciso á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton og félagið hefur verið opið fyrir sölu en heilsubrestur gæti orðið til þess að viðskiptin fara út um þúfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Í gær

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi