Kaup BlueCo á miðjumanninum Julio Enciso virðast vera í hættu, eftir að fréttir bárust um að hann hafi fallið á læknisskoðun.
Enciso, 21 árs leikmaður Brighton, átti að ganga til liðs við franska félagið Strasbourg sem er einnig í eigu BlueCo áður en hann færi að lokum til Chelsea.
Þessi félagaskipti hafa verið umdeild þar sem Chelsea virðist vera að nota systurfélag sitt til að fjármagna framtíðar kaup félagsins.
BlueCo ætlaði að borgar um 14 milljónir punda. Samkvæmt enskum fjölmiðlum gæti meiðslasaga leikmannsins sett strik í reikninginn, þó hvorki Brighton né Chelsea hafi staðfest fregnirnar opinberlega.
Enciso gekk til liðs við Brighton frá Libertad árið 2022 og hefur spilað 57 leiki fyrir aðalliðið, skorað fimm mörk og lagt upp sex. Þrátt fyrir það hefur hann glímt við síendurtekin meiðsli.
Sú staðreynd gæti hafa valdið varfærni hjá BlueCo, og samkvæmt heimildum standa viðræður enn yfir um hvort hægt verði að klára félagaskiptin.
Enciso á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton og félagið hefur verið opið fyrir sölu en heilsubrestur gæti orðið til þess að viðskiptin fara út um þúfur.