fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. ágúst 2025 13:30

Ofrynio-strönd í grennd við borgina Kavala

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grísk yfirvöld leita í örvæntingu af breskri konu sem hvarf sporlaust af sólbekk á strönd við sumarleyfisborgina Kavala á Norður-Grikklandi á meðan eiginmaður hennar svaf.

Konan, Michele Ann Joy Bourda, 59 ára, hafði verið að synda í sjónum við  Ofrynio-ströndinni á föstudag um hádegisbil þegar eiginmaður hennar lagðist til hvílu á sólbekk. Þegar maðurinn vaknaði eftir væran blund var Michele Ann  horfin en persónulegir munir hennar, þar á meðal taska og föt, lágu eftir við sólbekkinn.

Michele Ann Joy Bourda hvarf síðastliðinn föstudag

Sjóher Grikklands hefur fínkembt sjóinn í kringum borgina  á meðan lögregla hefur kannað svæðið á landi, en yfirvöld í Kavala segja að leitinni kunni að verða hætt síðla dags á mánudag ef engin ný vísbending finnst.

Gefin hefur verið út neyðartillkynning og telja yfirvöld segja að líf konunnar kunni að vera í hættu. Í tilkynningunni kemur fram að hún sé 168 cm á hæð, grönn, með blá augu og axlarsítt hár. Hún var í glitrandi tvískiptum sundfötum, gulum strandskóm og rauðum sólgleraugum þegar hún sást síðast.

Hvarf Michele Ann kemur í kjölfar fjölda sambærilegra mála undanfarið. Í júní hvarf 60 ára breskur ferðamaður á Karpathos-eyju og bíll hans fannst yfirgefinn í 38 stiga hita. Þá er einnig leitað að breskri konu, Jennifer Frances Lacey, 41 árs, sem hvarf í spænska ferðamannabænum Vera í síðustu viku.

Samkvæmt New York Times hafa að minnsta kosti tíu erlendir ferðamenn annaðhvort týnst eða látist í Grikklandi síðustu misseri, oft í gönguferðum í miklum hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu