fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. ágúst 2025 11:00

Tjaldsvæðið á Borg. Mynd/Grímsnes- og Grafningshreppur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér er minnisstætt þegar ég kvartaði við tjaldvörð yfir látum langt fram á nótt á tjaldsvæði þar sem var ekki skipulögð hátíð á einu sinni og fékk það svar að „það er nú einu sinni verslunarmannahelgi,““ segir þátttakandi í umræðum í FB-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“.

Í hópnum fer fram lifandi og fjörug umræða um tjaldsvæði og tjaldsvæðamenningu á landinu. Margir taka undir með ónefnda tjaldverðinum sem vitnað er í og þykir óeðlilegt að fylgja eftir stífum reglum um næturfrið á tjaldsvæðum yfir verslunarmannahelgina þar sem um svo mikla skemmtanahelgi er að ræða.

Aðrir benda á það gildi allt annað í þessum efnum um útihátíðir eða almenn tjaldsvæði, á síðarnefndu svæðunum gisti oft fjölskyldur með börn og þau þurfi sinn svefnfrið þó að það sé verslunarmannahelgi.

Á flestum tjaldsvæðum gildir sú regla að þögn á að ríkja frá og með miðnætti, eða fyrr, og eftir þann tíma á enginn óþarfa umferð að vera né hávaði. Sumstaðar tekur þessi regla gildi kl. 22:30 og 23:00.

„Common, það er verslunarmannahelgi!“ segir ein kona í þessum umræðum og margir taka undir með henni. Önnur kona skrifar:

„Þótt sé versló þá vill fólk fá að sofa. Og fjölskyldur að fara í útilegur saman og það er alveg hægt að hafa gaman samt en þögn kl. 24:00. Ef hjarta Hafnarfjarðar getur klárað kl. 12 þá hljóta önnur party á tjaldsvæðum það lika. Fólk á öllum aldri er í útilegum. Og ef þarf að vera party allan sólarhringinn þá bara skella ser til eyja á þjóðhátið eða tjalda einhvers staðar þar sem enginn er. Tilitssemi kostar ekkert.“

Karlmaður skrifar:

„Jú það á að vera algjör kyrrð 22:30 – 24:00 svona eftir tjaldsvæðum en í öllum tilfellum á ekki að vera dúndrandi partístand og hávaði sem truflar aðra. Þetta er óháð því hvaða dagur er. En það er nú bara svo að sumir Íslendingar geta ekki fylgt reglum þegar að þeir eru komnir með flöskuna í hönd og eru að vinna í því að tæma hana.“

Kona segist vera stödd á tjaldsvæðinu á Flúðum kl. 2 að nóttu og ekki sé friður fyrir tónlist Britney Spears og gargi frá efra svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“