ÍBV vann Þjóðhátíðarleikinn í Bestu deild karla 2025 en hann fór fram núna klukkan 14:00.
Eyjamenn fengu KR í heimsókn í erfiðum aðstæðum en veðrið eins og flestir vita er ekki upp á marga fiska.
Það var boðið upp á dramatík í leiknum en ÍBV komst yfir á 11. mínútu er Vicente Valor skoraði úr vítaspyrnu.
Amin Cosic skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir KR á 26. mínútu og var staðan 1-1 þar til í blálokin.
Alex Freyr Hilmarsson tryggði Eyjamönnum sigurinn í uppbótartíma og þar með þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni.