Liverpool gæti verið að gefast upp á sóknarmanninum Alexander Isak sem er eða var á óskalista félagsins.
BBC Sport greinir frá því að Liverpool gæti hætt við kaup á leikmanninum eftir að hafa fengið höfnun frá Newcastle.
Fyrsta tilboði Liverpool upp á 120 milljónir punda var strax hafnað af Newcastle og er ekki víst að þeir rauðklæddu hækki upphæðina.
Talið er að Newcastle vilji um 150 milljónir punda fyrir Isak sem er líklega mikilvægasti leikmaður liðsins.
Isak er sjálfur óánægður hjá Newcastle og neitar að æfa með félaginu þessa stundina.