Al-Nassr er ákveðið í að tryggja sér þjónustu sóknarmannsins Bruno Fernandes í sumar en þetta kemur fram í Abola í Portúgal.
Fernandes hefur áður verið orðaður við Al-Nassr en hann hafnaði að ganga í raðir félagsins á síðasta ári.
Fernandes er þrítugur og er fyrirliði United og af mörgum talinn besti og mikilvægasti leikmaður liðsins.
Samkvæmt Abola þá er Al-Nassr að undirbúa tilboð í leikmanninn en hvort hann hafi áhuga á að færa sig þetta sumar er óljóst.
Tveir liðsfélagar Fernandes í portúgalska landsliðinu leika með Al-Nassr sem spilar í Sádi Arabíu en það eru Cristiano Ronaldo og Joao Felix.