fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. ágúst 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Pep Guardiola og eiginkonu hans, Cristina Serra, er sagt vera mjög slæmt í dag en fyrr á árinu var greint frá því að þau væru að skilja.

Skilnaðurinn hefur tekið sinn tíma en búist er við að hann verði staðfestur á allra næstu dögum eða vikum.

Guardiola er stjóri Manchester City en hann hafði verið í sambandi með Cristina í 30 ár og giftust þau árið 2014.

Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Guardiola alltaf haldið í vonina um að ná að laga sambandið en útlitið er nú mjög svart.

Cristina flutti með Guardiola til Manchester á sínum tíma en fyrir fimm árum síðan ákvað hún að snúa aftur til Spánar og rekur þar sitt eigið fyrirtæki.

Hún beið og beið eftir því að Guardiola myndi snúa aftur heim til Spánar en eftir að hann hafði framlengt samning sinn við City í desember þá fékk hún nóg og bað um skilnað.

Þau hafa reynt að halda ákveðnu sambandi vegna barnanna og sáust á meðal annars saman á Oasis tónleikum í Manchester nýlega.

Hjónabandið er þó talið vera komið á endastöð og er óljóst hvernig Guardiola mun taka þeim fréttum eftir að hafa reynt að ná eiginkonu sinni til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því