fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Ásakaður um að hafa nauðgað ungri konu eftir spjall á Instagram – Bauð henni heim á meðan eiginkonan var erlendis

433
Laugardaginn 2. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Achraf Hakimi er í vandræðum samkvæmt fréttum í Frakklandi en um er að ræða leikmann Paris Saint-Germain og landsliðsmann Marokkó.

Le Parisien hefur greint frá því að Hakimi sé nú ásakaður um nauðgun og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm.

Hakimi er 26 ára gamall en hann er sagður hafa boðið ungri konu á heimili sitt í París með þeim tilgangi að stunda kynlíf.

Konan segist hafa talað við Hakimi í gegnum Instagram í janúar 2023 og hittust þau svo í febrúar sama ár í persónu.

Eiginkona Hakimi, Hiba Abouk, var stödd erlendis er atvikið átti sér en hún var í Dubai ásamt tveimur börnum hjónanna.

Hakimi er sagður hafa kysst og snert konuna án leyfis á óviðeigandi hátt sem varð til þess að hún reyndi að komast út úr húsinu.

Hann er einnig ásakaður um að hafa ráðist á konuna er hún reyndi að flýja heimilið en Hakimi hefur sjálfur harðneitað allri sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þremenningunum bannað að æfa með United

Þremenningunum bannað að æfa með United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skráir sjálfan sig óvænt í hópinn – Verður fimmtugur á næsta ári

Skráir sjálfan sig óvænt í hópinn – Verður fimmtugur á næsta ári
433Sport
Í gær

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum
433Sport
Í gær

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG
433Sport
Í gær

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho