fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm konur, sem voru misnotaðar af vændishringjum í Rotherham á barnsaldri,  hafa stigið fram og ásakað lögreglumenn í bænum um að hafa einnig beitt þær kynferðisofbeldi. Ein þeirra segir lögreglumann hafa nauðgað sér í merktum lögreglubíl frá tólf ára aldri og hótað að skila henni aftur til vændishringsins ef hún hlýddi ekki. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun BBC sem birt var fyrr í dag.

Í umfjölluninni kemur fram að að hafa hlýtt á frásagnir þessara fimm kvenna hafi blaðamenn BBC einnig lesið vitnisburði 25 annarra kvenna sem lýsi því hvernig lögreglumenn í umdæminu hafi sjálfir beitt slíku ofbeldi eða unnið náið með níðingunum, annað hvort með því að aðstoða forsprakka vændishringjanna eða líta fram hjá starfsemi þeirra.

Rotherham-hneykslið sprakk út árið 2014 þegar sláandi skýrsla, sem unnin var undir handleiðslu prófessorsins Alexis Jay, var gerð opinber. Í henni kom fram að um 1.400 börn höfðu verið misnotuð kynferðislega á árabilinu 1997 til 2013, af götugengjum í Rotherham sem höfðu tælt börnin til sín, gefið þeim fíkniefni, nauðgað þeim margsinnis og gert sum þeirra út í vændi.

Skýrslan vakti heimsathygli og er enn milli tannanna á fólki í dag en hún þótti afhjúpa kerfisbresti í barnavernd á Bretlandseyjum og algjörum skorti á samhæfðum aðgerðum lögreglu og annarra yfirvalda til að stemma stigu við hinni ógeðfelldu starfsemi.

Svokallað Rotherham-mál nær aftur til áranna 1997–2013, þegar yfir 1.400 stúlkur voru beittar kerfisbundnu kynferðisofbeldi af glæpahringjum, aðallega skipuðum mönnum af pakistönskum uppruna. Málið vakti heimsathygli eftir Jay-skýrsluna árið 2014, sem afhjúpaði kerfisbresti í barnavernd og skorti á aðgerðum af hálfu lögreglu og annarra yfirvalda.

Í umfjöllun BBC kemur fram að hafin sé rannsókn innan lögreglunnar í South Yorkshire, sem Rotherham heyrir undir, á þessum meintu brotum lögreglumanna í gegnum árin. Háværar gagnrýnisraddir hafa þó heyrst og telja margir óásættanlegt að lögregluyfirvöld rannsaki sjálf sig með þessum hætti.

Áðurnefndur Alexis Jay, skýrsluhöfundurinn sem ýtti öllu af stað, hefur meðal annars stigið fram og segir það nauðsynlegt að óháðir eftirlitsaðilar stýri rannsókninni.

Enginn lögreglumaður hefur enn verið ákærður vegna málsins þrátt fyrir að þrír hafi verið handteknir frá desember 2024 vegna gruns um nauðganir, kynferðisbrot og spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Joe Exotic grátbiður Trump um náðun – „Ég þrauka ekki fimm ár í viðbót hérna“

Joe Exotic grátbiður Trump um náðun – „Ég þrauka ekki fimm ár í viðbót hérna“