Ungur drengur að nafni Andy Holt ehfur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótbolta og má ekki mæta á leiki þar til 2028.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Holt hefur játað það að hafa slegið stjörnuna Jack Grealish í andlitið eftir grannaslag Manchester United og Manchester City í apríl.
Strákurinn ku hafa verið undir áhrifum er atvikið átti sér stað en hann sló Grealish inni í leikmannagöngunum á Old Trafford.
Holt er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu er Grealish kallaði hann ‘lítinn og ljótan aumingja’ sem varð til þess að hann sló enska landsliðsmanninn.
Grealish er leikmaður City og einn sá dýrasti í leikmannahópnum en hann gæti verið á förum í sumar.
Holt var handtekinn fyrir utan völlinn stuttu eftir atvikið og hefur nú fengið þriggja ára bann og þar feinnig að borga sekt upp á um 350 pund.