Jorge Jesus viðurkennir það að hann hafi aðeins tekið við starfinu hjá Al Nassr vegna Cristiano Ronaldo.
Ronaldo er einn besti leikmaður sögunnar og leikur með Al Nassr í Sádi Arabíu sem fékk inn nýjan þjálfara í gær í Jesus.
Jesus er Portúgali líkt og Ronaldo og er mjög reynslumikill en hann hefur ekki þjálfað stórstjörnuna áður á sínum ferli.
,,Án Cristiano Ronaldo þá væri ég svo sannarlega ekki hérna í dag,“ sagði Jesus við blaðamenn.
,,Metnaðurinn er mikill. Al Nassr þarf að vinna titla, alveg eins og Cristiano Ronaldo sem hefur unnið hjá öllum þeim félögum sem hann hefur spilað með.“
,,Hann hefur ekki unnið neitt hér hingað til svo ég skal sjá hvort ég geti hjálpað honum. Við tölum sama tungumál svo það mun hjálpa.“