Liverpool hefur samkvæmt fréttum í Frakklandi átt samtal við Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace.
Þar segir að umboðsmaður Mateta hafi fundað með forráðamönnum Liverpool í París.
Búist er við að Liverpool reyni að fá inn framherja í sumar og er búist við að Darwin Nunez verði seldur.
Mateta virðist koma til greina sem kostur en Liverpool hefur einnig verið orðað við Alexander Isak.
Mateta var öflugur með Palace á síðustu leiktíð og gæti verið áhugaverður kostur fyrir Liverpool.