Sagt er í enskum fjölmiðlum í dag að Liverpool muni gera eitt tilboð í Marc Guehi varnarmann Crystal Palace.
Guehi á eitt ár eftir af samningi sínum við Palace og segir að Liverpool muni bjóða 40 milljónir punda.
Sagt er að Liverpool muni gera þetta eina tilboð og labba í burtu ef Palace er ekki til í það.
Guehi fagnar 25 ára afmæli sínu í dag en Chelsea og Newcastle hafa einnig sýnt honum mikinn áhuga.
Guehi er enskur landsliðsmaður en hann gæti komið inn í vörn Liverpool með Virgil van Dijk.
Enski varnarmaðurinn var hluti af liði Crystal Palace sem varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð en hann vill ekki gera nýjan samning.