Það vakti heimsathygli þegar myndband af Brigette, eiginkonu Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ýta honum þegar þau voru nýlent í Víetnam.
Skrifstofa forsetans reyndi fyrst að neita fyrir að myndbandið væri raunverulegt, en staðfesti síðan að atvikið hafi átt sér stað eftir að ósætti kom upp á milli þeirra.
Sjá einnig: Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
@thesun Bizarre moment Emmanuel Macron is SLAPPED by his wife Brigitte while ‘bickering’ as they got off plane in Vietnam. Full story above. #emmanuelmacron #macron #vietnam #brigittemacron ♬ ■ News News-Drone-IT-AI(963995) – ImoKenpi-Dou
Hjónin hafa verið gift frá árinu 2007 en töluverður aldursmunur er á þeim. Brigitte er 72 ára en Macron 47 ára.
Nú er annað atvik að vekja athygli á samfélagsmiðlum, en í því virðist Brigette hunsa eiginmann sinn. Alveg eins og fyrir tveimur mánuðum eru þau að yfirgefa forsetaflugvélina, í þetta sinn í Bretlandi. Emmanuel fór niður stigann á undan Brigette og rétti fram höndina til að hjálpa henni niður, hún virtist hunsa hann og studdist við handriðið. En þegar hún kom niður horfði hún á hann, brosti og sagði eitthvað.
@nypostFrench President Emmanuel Macron’s wife ignored his offer of a helping hand as they got off a plane in front of UK royals Tuesday — just weeks after she shoved him in the face getting off another flight.♬ original sound – New York Post | News
Forsetahjónin hafa verið undir smásjá síðan atvikið í maí átti sér stað, en samband þeirra hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum árin sökum aldursmunar þeirra.