fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“

Fókus
Föstudaginn 4. júlí 2025 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er 49 ára en ung í hjarta ef marka má ummæli hennar í hlaðvarpinu Call Her Daddy á dögunum. Leikkonan sagðist njóta þess að vera einhleyp á fimmtugsaldri en hún sé að upplifa kynferðislegt frelsi sem aldrei fyrr.

Theron tók fram að hún hafi aldrei verið mikið fyrir skyndikynni. „En ég reið nýlega 26 ára gömlum manni og það var fokking geðveikt. Ég hef aldrei gert nokkuð svona og ég hugsaði: Ó, þetta er frábært. Geggjað.“

Theron sagðist þó vera síðasta manneskjan sem ætti að gefa öðrum ráð um kynlíf. „Ég hljóma kannski kotroskin hér en ég held að það sé vegna þess að ég fann þetta frelsi fyrst á fimmtugsaldri,“ sagði leikkonan og tók fram að líklega hafi hún aðeins stundað skyndikynni þrisvar á lífsleiðinni. Hún segist þó sjá pínu eftir því, mögulega hefði hún átt að leyfa sér meira þegar hún var á þrítugsaldri, en hún hafði hreinlega engan tíma. Hún hoppaði úr einu langtímasambandi í annað og svo þurfti að ala upp blessuðu börnin. „Hver hefur þennan fjandans tíma sem þarf í stefnumót, í að raka sig, vaxa og farða? Ég á tvö börn sem þurfa að fara í skólann á morgnana.“

Hún viðurkennir að hún notar stefnumótaforrit hinna ríku og frægu, Raya, og ákvað hún að deila góðum ráðum með körlunum sem stunda slík forrit. Engar myndir frá útihátíðum, engar myndir með öðrum konum, engar vandræðalegar sjálfsmyndir sem eru teknar inni í skápum og ekki taka fram að þú sért forstjóri.

„Þetta skellir píkunni minni í lás. Ég get bara ekki. Og ekki segja mér að þú sért forstjóri því þú ert það ekki. Forstjóri hvers? Einhvers fyrirtækis sem þú getur ekki einu sinni útskýrt fyrir mér og ekkert af vinum mínum hefur heyrt um? Nei takk. Ég er tæplega fimmtug kerling og ég er að segja þér þetta, ekki gera þetta. Konur þola þetta ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“