fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Viðskiptavinur Krónunnar fékk yfir sig harða gagnrýni – „Skammastu þín“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla frá konu einni í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi vakti mikla athygli í gær. Þar lýsti konan því að hún hefði keypt eitt stykki af tómat í Krónunni daginn áður. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir eftirfarandi.

„Hann kostaði 45 krónur. Það sem ég skil ekki er að ég tók hann úr pakka með sex tómötum sem kosta 1099 krónur!!,“ sagði konan sem sagðist jafnframt ekki skilja hvers vegna Krónan selur ávexti og grænmeti í stykkjatali en ekki eftir vigt.

Konan fékk ekki mikil skilning frá meðlimum hópsins en tveimur tímum eftir að færslan birtist hafði hún fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni.

„Ha? Reifstu upp pakkaða vöru af því að þú vildir eitt stykki? Er það eitthvað sem fólk gerir?,“ spurði einn meðlimur hópsins.

„Þú hefur tekið hann úr pakka af dýrari íslenskum tómötum í stað innfluttra sem koma í kassa,“ benti svo einn á. „Hélstu að þetta væri bjór,“ spurði svo annar. Aðrar athugasemdir voru í svipuðum dúr:

„Dónaskapur að voga sér að opna pakkaðri vöru. Vitum við ekki að tómatar í lausu eru erlendir en pakkaðir íslenskir?! Og ef þú vilt íslenskt þá borgar þú fyrir það með skilningi á stöðunni.“

„Vá svo lélegt að taka úr pakkningu! Skammastu þín,“ sagði svo í einni athugasemd.

Þess má geta að færsla konunnar var ekki sýnileg í hópnum í morgun og virðist hún hafa verið fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax