fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Fanndís um endurkomuna: ,,Auðvitað kitlar það alveg“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júní 2025 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanndís Friðriksdóttir kom inná sem varamaður í íslenska kvennalandsliðinu í kvöld er liðið mætti Frökkum í Þjóðadeildinni og tapaði 2-0 á Laugardalsvelli.

Fanndís er reynslumikill leikmaður en hún var að snúa aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru og spilaði um 20 mínútur í þessum leik.

Fanndís ræddi endurkomuna í samtali við RÚV eftir lokaflautið og gerir sér vonir um að spila á EM í Sviss í sumar.

,,Þetta var bara svekkjandi í ljósi þess að við fáum á okkur klaufamörk og slökktum á okkur í nokkrar mínútur. Við hefðum getað refsað þeim tvisvar í fyrri hálfleik en sá seinni var erfiður fyrir okkur,“ sagði Fanndís við RÚV.

,,Þetta kall í landsliðið var kærkomið, þegar maður datt út fyrst vegna barneigna þá ætlaði maður sér ekki að vera í burtu í fimm ár en ég er þakklát fyrir kallið.“

,,Ég er þakklát fyrir tækifærið og þetta var mjög gaman og það kitlar alveg að spila á EM og vonandi verða tækifærin fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga