fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Séra Svavar um fánamálið – „Kynþáttahatarar hafa fylkt liði undir logandi krossum og gera enn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. júní 2025 11:30

Séra Svavar Alfreð segir kynþáttahatara hafa fylkt liði undir brennandi krossum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur á Akureyri, bendir á að óheimilt sé að nota íslenska fánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Kynþáttahatarar hafi fylkt liði undir logandi krossum og geri enn.

„Til eru lög og reglur um notkun og gerð íslenska fánans. Samkvæmt þeim er til dæmis óheimilt að nota hann sem „einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana” eins og það er orðað í Lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið,“ segir Svavar Alfreð í færslu á samfélagsmiðlum.

Umræða hefur verið um fánann vegna notkunar hans á mótmælum gegn hælisleitendum á Austurvelli um helgina. Þingmaðurinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir gagnrýndi það að hópurinn hafi notað íslenska fánann því að fáninn væri ekki merki þess sem hann boðaði.

Séra Svavar Alfreð nefnir krossinn í íslenska fánanum sérstaklega í færslu sinni og merkingu hans.

Sjá einnig:

Gagnrýnir notkun á íslenska fánanum á mótmælafundi „rasista“ um helgina

„Skiptar skoðanir geta verið um hvað fáninn merki. Krossinn í fána Íslands og annarra þjóða má líka skilja með mörgum hætti,“ segir hann. „Kynþáttahatarar hafa fylkt liði undir logandi krossum og gera enn. Nasistar hylltu sérstaka gerð þessa útbreidda tákns, hakakrossinn. Stríð hafa verið háð í nafni krosstáknsins. Fyrir mér og mörgum öðrum bendir krossinn fyrst og fremst á kenningar Jesú Krists.“

Segir hann brýnt að við minnumst þeirra orða hans að allt sem við gerðum einum hans minnstu bræðra, gerum við honum.

„Þar samsamar Jesús sig þeim þjáðu, þeim svöngu, þyrstu og heimilislausu. Við þurfum ekki að sækja Guð ofan. Jesús birtir okkur þann Guð sem er í bræðrum okkar og systrum, nær og fjær,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“