fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Þetta óttast Pútín mest – Gæti „hangið í ljósastaur“ innan hálfs árs

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 03:11

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hefur Vladímír Pútín ekki viljað hvika frá að ná þeim hernaðarlegu markmiðum sem hann setti í upphafi og hefur það ekki skipt hann neinu máli hversu mörg mannslíf þetta kostar eða hversu harkalega alþjóðasamfélagið gagnrýnir hann.

Pútín kallar stríðið „sérstaka hernaðaraðgerð“ en það er orðið að langvinnu stríði með miklum mannlegum fórnarkostnaði.

En nýjar vísbendingar benda til að þessi harða stefna Pútíns byggist ekki eingöngu á hugmyndafræði hans og löngun í að gera Rússland að heimsveldi á nýjan leik. Svo virðist sem persónuleg hræðsla hans eigi hér hlut að máli.

Daily Express segir að Pútín óttist að hann þurfi að taka afleiðingum þess ef hann sigrar ekki í stríðinu og geti það orðið til þess að dagar hans hér á jörðinni verði taldir.

Breskur hermaður sagði í samtali við miðilinn að Pútín geti endað með að „hanga í ljósastaur“ innan hálfs árs ef stríðsáætlun hans mistekst.

Bent er á að höfnun Pútíns á friðarviðræðum og það að hann virðist staðráðinn í að halda stríðinu áfram þrátt fyrir mikið mannfall og einangrun á alþjóðavettvangi, geti einmitt verið afleiðing af þessum ótta hans.

Ef metnaðarfullt markmið hans um að stækka Rússland og auka áhrif landsins á kostnað Úkraínu, nást ekki, þá er vaxandi hætta á að hann missi völdin og hverfi jafnvel yfir móðuna miklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“