fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Finnar búa sig undir það „hið versta“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. maí 2025 07:00

Finnsk F-18 orustuþota. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnar undirbúa sig undir hið versta. Þetta sagði Sami Nurmi, finnskur herforingi, í samtali við The Guardian. Ástæðan er mikil hernaðaruppbygging Rússa við finnsku landamærin.

Eins og staðan er núna, þá telja finnsk yfirvöld þessa hernaðaruppbyggingu ekki vera ógn við Finnland en það getur breyst að sögn finnsku leyniþjónustunnar.

Gervihnattarmyndir af svæðunum við landamæri Rússlands og Finnlands sýna að Rússar hafa slegið upp miklum fjölda tjalda þar, reist nýja birgðageymslu þar sem er hægt að geyma 50 skriðdreka og þeir hafa einnig gert upp þyrluflugvöll sem hafði staðið ónotaður árum saman.

Með öðrum orðum, þá eru Rússar að vígbúast mjög nærri landsvæði NATÓ.

Þetta segja The New York Times og finnska ríkisútvarpið YLE.

Um leið og ljóst var að Finnar ætluðu að ganga í NATÓ sögðu talsmenn rússneskra stjórnvalda að sú ákvörðun væri „hættuleg“ og „söguleg mistök“ sem myndi auka hættuna á átökum á svæðinu. Af þeim sökum áttu Finnar von á að Rússar myndu vígbúast nærri finnsku landamærunum.

Finnar eru alvanir að vera á varðbergi gagnvart Rússum. Þeir undirbúa sig alltaf undir hið versta enda er það djúpt grafið í finnsku þjóðarsálina að vera við öllu búin frá Rússum. Á meðan Evrópubúar hugsa með sér: „Fjandinn, Rússar ætla að beita hernum,“ þá hafi Finnar alltaf vitað það og það er góð ástæða fyrir því.

Rússar réðust inn í Finnland 1939 og hófu það sem síðar var kallað „Vetrarstríðið“. Því lauk ári síðar með undirritun friðarsamkomulags en Finnar neyddust til að láta 9% af landinu af hendi.

Finnar haf upplifað innrásir, hungur og miklar efnahagskreppur. Þeir vita því vel hvernig það er að lifa á erfiðum tímum.

Allt fram að innrás Rússa í Úkraínu, reyndu Finnar að eiga í „skynsamlegu sambandi“ við Rússa. Það hefur alltaf verið mat þeirra að mesta ógnin stafi frá Rússlandi og því völdu þeir að nálgast þetta með því að eiga viðskipti við Rússa og viðræður, frjálslynda stefnu varðandi vegabréfsáritanir fyrir íbúa í landamærahéruðunum, viðskipti þvert á landamærin og að vera ekki með í NATÓ.

En Finnar gjörbreyttu um stefnu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“