Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, tekur sæti á ný á Alþingi í dag. Ásthildur hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan þann 24. mars, skömmu eftir að hún sagði af sér embætti eftir umdeildan fréttaflutning um getnað frumburðar hennar fyrir tæpum fjörutíu árum.
Víkur þá varaþingmaður Ásthildar, Elín Íris Fanndal, af þingi. Frá þessu er greint á vef Alþingis.