fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Glæpa­geng­in koma eins og frjáls­ir menn, rupla og ræna og hverfa síðan á braut með feng­inn,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Guðni hefur að undanförnu látið sig málefna landamæranna varða og hefur hann til dæmis gagnrýnt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á sama vettvangi að undanförnu. Í dag snýr hann sér að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og skorar á hana að taka á vandræðunum sem skapast hafa á landamærunum. Þá lýsir hann skoðun sinni á starfslokum Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Sjá einnig: Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Eins og botnlaus tunna

Í grein sinni gerir Guðni orð Ragnars Árnasonar, hagfræðings og prófessors, á Útvarpi Sögu fyrir skemmstu að umtalsefni. Grein Guðna byrjar á eftirfarandi orðum:

„Kæra Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra! Get­ur það verið rétt að opnu ís­lensku landa­mær­in kosti þjóðina eitt hundrað millj­arða króna á ári? Segi og skrifa eitt hundrað millj­arða. Þegar Ragn­ar Árna­son, hag­fræðing­ur og pró­fess­or, set­ur þessa tölu fram í ný­legu út­varps­viðtali á Útvarpi Sögu hlýt­ur þú sem ábyrg­ur for­sæt­is­ráðherra að setja fær­ustu menn þína til verka, láta þá fara yfir dæmið og annaðhvort afsanna eða staðfesta kenn­ing­una. Þessi óheyri­legi kostnaður byrjaði vissu­lega á vakt fyrr­ver­andi rík­is­stjórn­ar en það ert þú sem get­ur – og verður – að leiðrétta kúrsinn taf­ar­laust.“

Guðni segir að þessi „hlægilegu opnu landamæri Íslands“ í gegnum Schengen virðist vera eins og botnlaus tunna.

„Öll eyríki, Fær­eyj­ar, Græn­land, Írland og Bret­land, fúlsuðu við Schengen og standa sjálf vakt­ina við flug­velli sína og strand­ir. Við færðum hins veg­ar landa­mæri okk­ar í all­ar átt­ir og all­ir sem kom­ast inn á Schengen kom­ast hingað án þess að sýna vega­bréf eða segja nafn sitt. Glæpa­geng­in koma eins og frjáls­ir menn, rupla og ræna og hverfa síðan á braut með feng­inn,“ segir Guðni og vísar svo í orð Ragnars um margvíslegan óbeinan kostnað vegna hælisleitenda og innflytjenda eins og aukið álag á menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu.

„Hann seg­ir þenn­an óbeina kostnað vand­lega fal­inn í fjár­lög­um og op­in­ber­um skýrsl­um. Lýðræðis­leg­ar grund­vall­ar­regl­ur um upp­lýs­inga­gjöf og ábyrgð séu þannig fót­um troðnar,“ segir hann og bætir við að Ragnar hafi ekki farið út í áhrifin og kostnað vegna aukinnar glæpatíðni, svo ekki sé minnst á alvarleika glæpanna og yfirfullu fangelsin.

„Vænt­an­lega tel­ur hann held­ur ekki með lang­tíma­kostnað sam­fé­lags­ins af því að grunn- og fram­halds­skóla­kerfið ráði eng­an veg­inn við að mennta með viðun­andi hætti nem­end­ur sína þegar kenna þarf hverj­um bekk jafn­vel á fjöl­mörg­um tungu­mál­um í ólík­um menn­ing­ar­heim­um.“

Kastað út eins og hundi

Hann beinir svo orðum sínum að Kristrúnu og segir hana vita mætavel að hundrað milljarðar á ári séu miklir peningar.

„Eins og að byggja eitt há­skóla­sjúkra­hús á hverju ári. Þetta eru t.d. um 7% af öll­um tekj­um ís­lensku fjár­lag­anna. Fyr­ir helm­ing þess­ar­ar upp­hæðar gæt­ir þú sem odd­viti jafnaðarmanna nán­ast lag­fært öll vand­ræði sem snúa hér á landi að öldruðum, sjúk­um og fá­tæk­um. Það yrði ekki ónýt­ur minn­is­varði fyr­ir þig, Sam­fylk­ing­una og val­kyrj­urn­ar,“ segir hann og bætir við að Kristrún hafi breytt og bjargað sínum flotti í síðustu kosningabaráttu þegar hún talaði fyrir skynsamlegri stefnu Mette Frederiksen, formanns danska jafnaðarmannaflokksins, í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.

„Nú eruð þið stallsyst­urn­ar báðar for­sæt­is­ráðherr­ar í rík­is­stjórn þjóða ykk­ar. Von­andi eruð þið í góðu tal­sam­bandi. Íslend­ing­ar vilja að við stönd­um að þess­um mál­um eins og Dan­ir,“ segir hann og skorar á hana að taka vandræðin á hinum opnu landamærum í sínar hendur.

„Til vara bið ég þig þess lengstra orða að rýna og reikna dæmið hans Ragn­ars Árna­son­ar. Verði út­kom­an svipuð ber þér bein­lín­is skylda til þess að grípa í taum­ana.“

Guðni endar svo grein sína á að lýsa skoðun sinni á uppsögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og það er augljóst að Guðni er ekki ánægður með vinnubrögðin þar.

„Nú hafa þau tíðindi gerst að dóms­málaráðherra hef­ur kastað Úlfari Lúðvíks­syni lög­reglu­stjóra út eins og hundi á hnakka­dramb­inu. Öllum virt­ist að Úlfar stæði sína vakt af prýði, vildi stöðva glæpa­gengi og fíkni­efna­hópa og hafa röð og reglu á landa­mær­un­um. En svona er hon­um þökkuð vakt­in við úti­dyrn­ar að Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!