fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og eru alls níu í fangaklefa nú í morgunsárið.

Í miðborginni var tilkynnt um mann vera að brjóta rúður á hóteli. Að sögn lögreglu reyndist sá vera mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Var hann vistaður í fangaklefa.

Lögreglu var svo tilkynnt um konu vera að ráðast á pizzasendil í borginni. Konan reyndist hafa stolið síma starfsmannsins og hafði starfsmaðurinn elt hana. Þá er hún sögð hafa veist að honum með höggum í andlit hans. Konan var í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa vegna málsins.

Þá var tilkynnt um mann á hótelherbergi sem væri að ganga berserksgang. Mun hann hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún myndi koma.

Lögregla mætti á vettvang og ræddi við einstaklinginn sem var í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og óútreiknanlegur í hegðun. Í skeyti lögreglu segir að hann hafi verið æstur og rólegur til skiptis en inni í herberginu mátti sjá meint fíkniefni. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem meiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Á lögreglustöð 3, sem sinnir Breiðholti og Kópavogi, var tilkynnt um mann sem var ber að ofan og með bareflið fyrir utan ónefnt húsnæði. Hann var verulega ölvaður og taldi það vera „mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu“ eins og það er orðað.

Í skeyti lögreglu kemur fram að maðurinn hafi ekki getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands og brots á vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“