fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. maí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Pennans Eymundsson að Laugavegi 77 verður skellt í lás klukkan 18:00 í dag fyrir fullt og allt, en Penninn ehf. hefur starfrækt þar verslun frá árinu 2014. Á næstu vikum verður svo stærri og glæsilegri verslun opnuð á Selfossi í nýju húsi við Larsenstræti.

Samkvæmt fréttatilkynningu er leigusamningurinn á Laugavegi runninn út og eins stendur til að breyta efri hæðum hússins í íbúðir. „Við treystum okkur ekki til að reka verslunina meðan á framkvæmdum stendur,“ útskýrir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans ehf., í tilkynningu. Þegar verslunin við Laugaveg lokar verður innréttingum og vörum þaðan ekið á Selfoss.

„Við erum að opna stærri og glæsilegri verslun á Selfossi á næstu vikum. Búðin á Selfossi verður 350 fermetrar í nýju húsi við Larsenstræti sem er afar öflugt verslunarsvæði,“ segir Ingimar. Eins hafa verslanir Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg og Austurstræti verið endurskipulagðar.

„Breytingarnar á þessum búðum hafa mælst afar vel fyrir og það er mikið líf og fjör í þeim eftir að við gerðum barnabókum og leikföngum hærra undir höfði,“ segir Ingimar.

Penninn ehf. rekur 16 verslanir um land allt undir merkjum Pennans Eymundsson. Eins rekur félagið húsgagnaverslun, fyrirtækjaþjónustu og heildverslun. Penninn er svo að reka þrjár ferðamannaverslanir undir nafninu The Viking og eina undir nafninu Islandia. Um er að ræða rótgrónar verslanir í íslensku samfélagi sem byggja á gömlum grunni. Verslunin Eymundsson var stofnuð árið 1872 og Penninn árið 1932. Verslanirnar sameinuðust árið 1996 undir einu nafni, Penninn Eymundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál