fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 14:30

Frans páfi Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit lést Frans páfi á annan í páskum, 88 ára að aldri og hafa helstu fjölmiðlar heims fjallað ítarlega um lífshlaup hans. Frans páfi hét fullu nafni Jorge Mario Bergoglio og fæddist í Argentínu en var af ítölsku bergi brotinn.

Áður en hann gekk veg trúarinnar starfaði hann hins vegar sem útkastari á næturklúbb sem er kannski ekki beint páfalegasta starf sögunnar. Hann starfaði einnig sem húsvörður þar til að hann lærði til prests innan kaþólsku kirkjunnar og reis svo til æðstu metorða innan hennar.

Þá var hann ákafur áhugamaður um tangódans, eins og sæmir Argentínumanni, og ástríðufullur stuðningsmaður San Lorenzo-fótboltaliðsins í heimalandinu.

Áður en hinn ungi Jorge Mario gekk trúnni á hönd var hann yfir sig ástfanginn af argentínskri stúlku, Amaliu Damonte. Foreldrar þeirra beggja voru þó ekki ánægðir með ráðahaginn en það stöðvaði Jorge Mario ekki í því að biðja um hönd Amalíu. „Ef ég get ekki gifst þér þá gerist ég prestur,“ á Jorge Mario að hafa sagt og þannig var það sennilega gæfa kaþólsku kirkjunnar að Amalía sagði nei.

Frans páfi verður borinn til grafar laugardaginn 26. apríl næstkomandi og fljótlega eftir það hefst nýtt páfakjör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi