fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
433

Margrét Lára við blaðamann: Hefði haldið að þú værir klikkaður

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 22. júlí 2017 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason skrifar frá Doetinchem:

Markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir er spennt fyrir leik dagsins er Ísland mætir Sviss á EM í Hollandi.

Margrét Lára er bjartsýn fyrir leikinn í dag en Ísland þarf á stigum að halda ef liðið ætlar áfram í keppninni.

,,Þetta leggst mjög vel í mig. Ég veit að stelpurnar eru klárar í slaginn og þetta verður hörkubarátta í kvöld. Bæði lið þurfa að fá eitthvað úr þessu til að komast áfram,“ sagði Margrét.

,,Stelpurnar vita nákvæmlega hvernig Sviss spilar og hvernig þær ætla að spila á móti þeim og þær gíra sig í gang og halda spennustiginu í góðum fasa.“

,,Við erum í hefndarhug. Þær fóru illa með okkur í undankeppni HM seinast og við viljum sina það að við erum betri en það og getum unnið þær.“

Mætingin á völlin var frábær í fyrsta leik og segir Margrét að hún hefði ekki trúað því fyrirfram hefði einhver reynt að sannfæra hana um að 3000 stuðningsmenn væru mættir til Hollands.

,,Nei ég hefðu haldi að þú værir eitthvað klikkaður! Það er HM eftir tvö ár og við ætlum okkur þangað og það verður eflaust enn stærra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetinn kallaði Mbappe á fund og gólaði á hann

Forsetinn kallaði Mbappe á fund og gólaði á hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur og Þór/KA áfram með fullt hús stig – Rigndi inn mörkum í Garðabæ

Valur og Þór/KA áfram með fullt hús stig – Rigndi inn mörkum í Garðabæ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir myndir eftir að löppin á honum var heftuð saman – Hefur ekki getað unnið vinnuna sína í meira en ár

Birtir myndir eftir að löppin á honum var heftuð saman – Hefur ekki getað unnið vinnuna sína í meira en ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim

Nú sagt að Grealish gæti snúið aftur heim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Heimis Hallgríms ráðinn yfirþjálfari Vals – Eysteinn Húni rekinn úr starfinu á dögunum

Sonur Heimis Hallgríms ráðinn yfirþjálfari Vals – Eysteinn Húni rekinn úr starfinu á dögunum