fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 13:03

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hóp sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026.

Um er að ræða tvo fyrstu leiki liðsins í undankeppninni. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og Frakklandi á Parc des Princes þriðjudaginn 9. september.

Jóhann Berg Guðmundsson getur ekki tekið þátt í verkefninu vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann en hann er byrjaður að æfa á nýjan leik. Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum en hann hefur ekki fengið kallið eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við, Gylfi glímir nú við smávægileg meiðsli.

Aron Einar Gunnarsson er í hópnum en hann hefur spilað vel með Al-Gharafa í Katar á undanförnum vikum.

Daníel Tristan Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn en bróðir hans Andri Lucas Guðjohnsen er einnig í hópnum.

Gísli Gottskálk Þórðarson miðjumaður Lech Poznan er á hópnum í fyrsta sinn en Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks er áfram í hópnum.

Dagur Dagn Þórhallsson fær ekki traustið að þessu sinni en Arnar velur Bjarka Stein Bjarkason frá Venezia sem skoraði fyrir lið sitt um liðna helgi.

Hópurinn er hér að neðan.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford F.C. – 20 leikir
Anton Ari Einarsson – Breiðablik – 2 leikir

Logi Tómasson – Samsunspor – 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson – Genoa CFC – 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson – SonderjyskE – 24 leikir
Aron Einar Gunnarsson – Al-Gharafa SC – 107 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason – Panathinaikos F. C. – 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – AC Horsens – 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC – 5 leikir

Gísli Gottskálk Þórðarson – Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson – 1. FC Köln – 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason – U. S. Lecce – 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson – Preston North End F.C. – 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson – ACF Fiorentina – 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson – FC Twente – 4 leikir
Willum Þór Willumsson – Birmingham City F. C. – 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson – Hertha BSC – 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson – Djurgårdens IF Fotboll – 33 leikir, 2 mörk

Sævar Atli Magnússon – SK Brann – 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen – K.A.A. Gent – 34 leikir, 9 mörk
Orri Steinn Óskarsson – Real Sociedad – 16 leikir, 7 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö FF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur