fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi leikmaður Middlesbrough, Didier Digard, sem nú stýrir Le Havre, hefur sakað leikmann Toulouse, Aaron Donnum, um viðbjóðslega kynþáttafordóma í leik liðanna um helgina.

Atvikið átti sér stað þegar Donnum, norskur kantmaður, sveiflaði hendinni fyrir framan nefið á Simon Ebonog, leikmanni frá Kamerún.

Digard taldi þetta augljóst kynþáttaníð en Donnum sagðist aðeins hafa verið að gefa í skyn að andremma Ebonog væri slæm.

„Þetta fer langt út fyrir fótboltann,“ sagði Digard eftir leikinn.

„Ef þetta á ekki að vera kynþáttaníð, hvað er það þá? Að segja leikmanni mínum að hann sé andfúll? Við vitum öll hvað svona bending þýðir. Þetta er viðbjóðslegt.“

Hann gagnrýndi jafnframt að atvikið hafi ekki verið tekið fyrir af dómurum né VAR: „Ef við notum VAR fyrir mark, ættum við líka að geta notað það til að vernda leikmenn gegn svona hegðun.“

Donnum hafnaði hins vegar alfarið ásökununum: „Það er galið að segja að ég sé rasisti. Ég fann bara vonda andfýlu og brást við það hafði ekkert með kynþátt að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?