
Spænska félagið Athletic Bilbao er sagt hafa Andoni Iraola, stjóra Bournemouth, á óskalistanum sínum, en félagið undirbýr sig fyrir möguleg þjálfaraskipti næsta sumar.
Spænskir miðlar segja að Ernesto Valverde verði ekki áfram eftir að samningur hans rennur út og Iraola, sem er upalinn hjá Athletic, gæti snúið aftur.
Spánverjinn hefur heillað fólk mikið með gengi sínu á Englandi. Hann hefur endað með Bournemouth um miðja deild tvisvar og er hann með liðið í toppbaráttu sem stendur.
Iraola hefur verið orðaður við stærri félög en Athletic kemur nú nýtt inn í þá umræðu.