fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 19:04

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur/ Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er nýr þjálfari HK og tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem tók við Val í gær. Það er Dr. Football sem segir frá þessu.

Gunnar ákvað að hætta með Njarðvík eftir liðið tímabil og hafði verið orðaður við nokkur störf.

Gunnar var meðal annars orðaður við ÍA en einnig starfið á Hlíðarenda. Nú er ljóst að hann tekur við HK.

HK var líkt og Njarðvík mjög nálægt því að fara upp í Bestu deildina í sumar, HK tapaði úrslitaleiknum gegn Keflavík um laust sæti.

Gunnar Heiðar tekur nú við af fyrrum samherja sínum í íslenska landsliðinu, Hermanni og fær það verkefni að reyna að koma HK upp í Bestu deildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?