

Ákvörðun að dæma mark Virgil van Dijk ógilt gegn Manchester City var röng, samkvæmt mati úrvalsdeildarinnar Key Match Incidents Panel.
Van Dijk jafnaði metin með skallamarki, en það var dæmt af þar sem Andy Robertson var sagður rangstæður og truflað markvörðinn Gianluigi Donnarumma.
Liverpool mótmælti ákvörðuninni formlega við dómarasamtökin PGMOL, þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla skilyrði reglanna um rangstöðu.
Eftir endurskoðun komst úrvalsdeildarnefndin sem samanstendur af fyrrverandi leikmönnum, þjálfurum og fulltrúum úrvalsdeildarinnar og PGMOL að því að rangt hafi verið að dæma markið af.
Nefndin tók þó fram að rétt hafi verið að láta VAR-nákvörðunina á vellinum standa þar sem um huglægt mat hafi verið að ræða.
Aðdáendur Liverpool voru reiðir yfir ákvörðuninni og bentu á að Robertson hafi ekki staðið fyrir framan Donnarumma, sem hefði haft skýra sjónlínu að boltanum.