

Cristiano Ronaldo lét ekki sitt eftir liggja þegar hann mætti í nýtt viðtal hjá Piers Morgan í vikunni – með demantsúr sem kostar um 1,1 milljón punda.
40 ára gamli framherjinn, sem nú leikur með Al-Nassr í Sádi-Arabíu, þénar um 488 þúsund pund á dag og fékk 24,5 milljón punda undirskriftarbónus þegar hann samdi við félagið síðasta sumar.

Samningurinn er sá verðmætasti í íþróttasögunni og gæti hækkað í 38 milljónir punda ef hann framlengir um eitt ár.
Ronaldo er þekktur fyrir að sýna glæsilegt líferni sitt, hvort sem um er að ræða lúxusbíla, skartgripi eða úr. Í viðtalinu með Morgan klæddist hann Jacob & Co Twin Turbo Furious Baguette úr, sem er úr 18 karata hvítagulli. Úr sem talið er meðal glæsilegustu og dýrustu í heimi.
Viðtalið markar þriggja ára endurkomu hans til Morgan eftir viðtal árið 2022.